Framhaldsskólakynning í Laugardalshöll

Birt 15. mars, 2017 Mín framtíð – Framhaldsskólakynning & Íslandsmót verk- og iðngreina 2017 Framhaldsskólakynning verður haldin dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsin en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í …Lestu áfram

Skíðaferð

Birt 10. mars, 2017 Miðvikudaginn 8. mars sl. fóru nemendur Framhaldsskólans á Laugum til Akureyrar þar sem ferðinni var heitið upp í Hlíðarfjall. Dagurinn var tekinn snemma og að loknum morgunverði var lagt af stað. Guðmundur Smári Gunnarsson, kennari og María Jónsdóttir, námsráðgjafi voru þeim til halds og trausts í ferðinni. Þau voru einnig myndasmiðir þar sem þau tóku skemmtilegar myndir af nemendum ýmist á fljúgandi ferð, nýdottin eins og …Lestu áfram

Heimsókn læknanema „Ástráðsliðar“.

Birt 6. mars, 2017 Í seinustu viku litu „Ástráðsliðar“ læknanemar við í framhaldsskólum á Norðurlandi og þar á meðal hjá okkur og héldu fyrirlestur um kynfræðslu. Fyrirlesturinn var vel sóttur af nemendum. Forvarnarstarf þeirra byggir á því að fækka kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Sjá nánar um forvarnarstarf læknanema á heimasíðu þeirra: http://www.astradur.is/