Góðgerðarmót VMA

Þann 7. nóvember síðastliðinn bauð VMA okkur í Framhaldsskólanum á Laugum á góðgerðarmót á Akureyri. Nemendur Laugaskóla lögðu af stað fyrir hádegi með rútu til Akureyrar þar sem keppt var í blaki, fótbolta, bandý, badmintoni, hreystibraut, skotbolta og skottaleik. Allur ágóði rann til Barna- og unglingageðdeildar SAK á Akureyri.  Mótið gekk mjög vel og var skemmtilegt. Við þökkum VMA kærlega fyrir að bjóða okkur að vera með í þessum degi. …Lestu áfram

Útskriftarferð til Flórída

Þann 19. október s.l. hélt vaskur hópur tilvonandi útskriftarnemenda í sína útskriftarferð. Ýmislegt skemmtilegt var brallað í ferðinni t.d. var farið á körfuboltaleik í NBA deildinni, keppt í gokart kappakstri, farið í vatnsrennibrautagarð og í skólakynningu. …Lestu áfram

Samstarfsverkefni FL við skóla frá Tékklandi

Framhaldsskólinn á Laugum vinnur nú að alþjóðlegu samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ styrkáætlun ESB. Skólinn er í samstarfi við skóla frá Tékklandi og heitir verkefnið „Hiking in Europe“ og snýst um útivist og gönguferðir á fjöllum og stígum. Verkefnastjórar verkefnisins eru þau Bjarney Guðrún og Hnikarr. …Lestu áfram

Bíó í sundlauginni á Laugum

Síðastliðinn laugardag, 14. september, var myndin Back to the Future sýnd í sundlauginni á Laugum á tæplega 40 fermetra tjaldi. Systkinin Eyþór Alexander og Birgitta Eva skipulögðu viðburðinn. Að sögn Eyþórs gekk fyrsta sýningin nokkuð vel. …Lestu áfram