Bíó í sundlauginni á Laugum

Síðastliðinn laugardag, 14. september, var myndin Back to the Future sýnd í sundlauginni á Laugum á tæplega 40 fermetra tjaldi. Systkinin Eyþór Alexander og Birgitta Eva skipulögðu viðburðinn. Að sögn Eyþórs gekk fyrsta sýningin nokkuð vel. „Þetta tókst mjög vel og allt gekk upp en það hefðu mátt koma aðeins fleiri“. Fyrirtækið E-max stóð fyrir þessari bíósýningu, en það eru Eyþór Alexander og Ragnar Yngvi sem reka það saman.

Eyþór Alexander, annar eiganda E-max

„Við sjáum um miðasölu á netinu og erum með hljóðkerfaleigu. Leigjum öðrum hljóðkerfi fyrir viðburði og svo komum við sjálfir með hljóðkerfi og setjum það upp fyrir viðburðinn“, segir Eyþór.

Aðspurður hvort það verði fleiri sýningar í vetur segir Eyþór að það muni koma í ljós, allir viðburðir á þeirra vegum verða auglýstir fyrirfram.

Allar frekari upplýsingar um E-max má finna á www.e-max.is