Vetrarfrí og uppbrot

Skólahald hefur verið með aðeins breyttu sniði síðastliðna viku.

Nemendur fóru í vetrarfrí 18. október og mættu endurnærðir aftur á vistarnar 22. október. Það er nauðsynlegt að brjóta upp á hið daglega amstur og fá frí frá hefðbundnum skóladegi. Á miðvikudaginn sl. hófst svokallað Uppbrot, en þá fáum við námskeiðshaldara til þess að vera með hin ýmsu námskeið sem nemendur velja. Í þetta sinnið gátu nemendur valið um fjögur námskeið; Íþróttir og útivist, mannréttindamál, hryllingsmyndir og Morfís.

Uppbrotinu líkur í dag, 25. október og eftir helgi tekur rútínan og hefðbundið skólahald við að nýju. Það má með sanni segja að veturinn sé kominn, en hér á Laugum er allt á kafi í snjó.