Góðgerðarmót VMA

Þann 7. nóvember síðastliðinn bauð VMA okkur í Framhaldsskólanum á Laugum á góðgerðarmót á Akureyri.

Nemendur Laugaskóla lögðu af stað fyrir hádegi með rútu til Akureyrar þar sem keppt var í blaki, fótbolta, bandý, badmintoni, hreystibraut, skotbolta og skottaleik. Allur ágóði rann til Barna- og unglingageðdeildar SAK á Akureyri. 

Mótið gekk mjög vel og var skemmtilegt. Við þökkum VMA kærlega fyrir að bjóða okkur að vera með í þessum degi.

Fleiri myndir frá mótinu eru að finna hér