Seinni hálfleikur hafinn

Nemendur og starfsfólk kom endurnært úr vetrarfríi en hefðbundið skólastarf hófst þriðjudaginn 25. október. Í vetrarfríinu var þó nóg að gera, en útskriftarefnin fóru í útskriftarferð til Spánar og kennarar í námsferð til Finnlands. Í gær var háskóladagurinn haldinn í Háskólanum á Akureyri og fóru tilvonandi háskólanemendur í kynningaferð þangað. Við hlökkum til að klára seinni hálfleikinn af þessari önn og byrjum hana með hrollvekjandi hrekkjavökustemningu!   Fylgist með okkur á …Lestu áfram

Ítalíuferð og vetrarfrí!

Nemendur af íþróttabraut Framhaldsskólans á Laugum var á Ítalíu 26. september – 5. október sl. Þau fóru á vegum Erasmus og tóku þátt í verkefninu Goal, þar sem þau lærðu meðal annars um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Á Ítalíu kynntust þau grískum og ítölskum ungmennum, en tilgangur verkefnisins er meðal annars að kynnast krökkum frá öðrum menningarheimum og kynna sitt land, menningu og venjur. Hnikarr, íþróttakennari, fór með hópnum út. Ferðalagið …Lestu áfram

Námsferð til Vopnafjarðar 19. september 2022

Nemendur í áfanganum „Vesturferðir Íslendinga“ fóru ásamt kennara sínum, Rögnu Heiðbjörtu Ingunnardóttur til Vopnafjarðar í upplýsingaöflun. Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað við Vopnafjörð fræddi nemendur um Vesturferðirnar og lífið á heiðarbýlunum. Veðrið lék við okkur og kennslustund hjá Ágústu var utandyra þar sem nemendur nutu fróðleiks hennar eins og myndir sýna. Þaðan var farið í Kaupvangi á Vopnafirði þar sem Cathy Josephson  tók á móti okkur og sýndi okkur Vesturfarasafnið sem …Lestu áfram