Skólasetning 27. ágúst 2023

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur 27. ágúst kl 18:00 í íþróttahúsi skólans. Heimavistir opna kl 13:00 þann sama dag og nemendur sækja lykla og skrifa undir húsaleigusamning á skrifstofu skólans. Að skólasetningu lokinni verður viðstöddum boðið upp á kvöldverð. Við vekjum athygli á  að bókalista haustannar má finna á heimasíðunni. Gleðilegt nýtt skólaár 🙂 

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum

 Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á uppstigningardag og voru 26 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Nikola María Halldórsdóttir með 9,16 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Ólöf Jónsdóttir með 9,02 í einkunn. Arnór Benónýsson kennari og Ingólfur Víðir Ingólfsson húsbóndi létu af störfum við skólann eftir yfir tveggja áratuga farsælt starf. Arnór hóf störf í janúar 1998 og Ingólfur …Lestu áfram

Græn skref

Framhaldsskólinn á Laugum hefur lokið öðru skrefi í Grænum skrefum og hélt í því tilefni smá kaffiboð fyrir starfsmenn. Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Vinna er hafin við skref þrjú og er stefnan að ljúka því …Lestu áfram