Fyrsta sæti í Lífshlaupinu

Lífshlaupið er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega. Framhaldsskólinn á Laugum tók þátt í framhaldsskólakeppninni sem ætluð er fyrir 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær vikur í febrúar. Boðið var upp á afar fjölbreytta hreyfingu í skólanum í þær tvær vikur sem keppnin stóð yfir og má þar nefna dans, skotbolta og bandvefsnudd. Mikill keppnishugur var í nemendum var það því afar ánægjulegt þegar í ljós kom að Framhaldsskólinn á Laugum hafði sigrað keppnina og erum við afar stolt af okkar nemendum og þeirra árangri.

 

Deila