Hittingur í Þróttó

Image

Við komum saman í Þróttó í gær og hlýddum á skólameistara fara yfir það helsta sem í vændum er næstu daga og mánuði. Það liggur vel á fólki þessa dagana enda hækkar sól á lofti og skemmtileg verkefni framundan.

Velkomin aftur eftir jólafrí!

Image

  • Skóli hefst aftur mánudaginn 8. Janúar kl. 9:10.
  • Heimavistir og húsnæði skólans opna sunnudaginn 7. Janúar nk. kl. 14:00.
  • Ef fólk þarf að vera fyrr á ferðinni á sunnudaginn er það beðið um að láta vita með því að senda tölvupóst á netfangið si.ragual@ragual
  • Það verður kvöldmatur á sunnudaginn í mötuneyti 7. janúar.

Lokametrar annarinnar.

Nú á lokametrum annarinnar er mikið að gera hjá nemendum FL og allir að reyna ná sem bestum lokaeinkunnum í áföngunum sínum. Þó verkefnaskil hafi staðið jafnt og þétt yfir önnina eru að sjálfsögðu einhver verkefni sem eftir standa sem og einhver verkefni sem nemendur hafa fengið að fresta. Nú eftir áramót munum við kveðja einhverja nemendur skólans sem eru ýmist að klára, hætta eða eru að taka seinustu önnina …Lestu áfram

Bréfamaraþon Amnesty International 2017

Image

Þann 7. desember síðastliðinn tóku nemendur og starfsmenn Framhaldsskólans á Laugum þátt í bréfamaraþoni Amnesty International. Málefnin voru tíu talsins að þessu sinni og skrifuðu þátttakendur okkar rúmlega 800 bréf til stuðnings ýmsum málefnum til að mótmæla mannréttindabrotum sem eiga sér stað víðs vegar um heiminn. Góður andi ríkti og fengu þátttakendur smákökur og konfekt.