Brautskráning nýstúdenta

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á laugardaginn sl. og voru 31 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson með 9,36 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Guðný Alma Haraldsdóttir með 9,14 í einkunn. Eldri afmælisárgangar fjölmenntu á brautskráninguna, en við höfum ekki getað haldið hefðbundna brautskráningu sl. 2 ár vegna kóvíd. Við erum afar þakklát fyrir tryggð og …Lestu áfram

Brautskráning 14. maí

Brautskráning nýstúdenta fer fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum, laugardaginn 14. maí klukkan 14:00. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Aðalfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla fer fram í íþróttahúsinu klukkan 17:00. Velunnarar skólans eru hvattir til að mæta á þann fund.

Síðustu dagarnir á vorönn

Nemendur Laugaskóla eru farnir heim í sumarfrí eftir annasama önn. Síðastliðin vika var virkilega fjörleg. Uppskeruhátíð nemendafélagsins var haldin 4. maí. Á Uppskeruhátíðinni fer stjórn nemendafélagsins yfir viðburði vetursins og tilkynnir nýja stjórn 2022-2023.Við þökkum fráfallandi stjórn nemendafélagsins fyrir vel unnin störf í vetur. Hrólfur Jón tók við embætti forseta nemendafélagsins af Jóni Vilbergi. Ólöf Jónsdóttir tók við embætti varaforseta og ritara nemendafélagsins af Heru Marín  Jasmín Eir tók við …Lestu áfram

Fréttapakki frá Laugum

Söngkeppni Framhaldsskólanna fór fram á Húsavík þann 3.apríl síðastliðinn og fyrir hönd framhaldsskólans á Laugum keppti Dagbjört Nótt Jónsdóttir með laginu Í fjarlægum skugga. Dagbjört stóð sig með prýði og voru nemendur og starfsmenn stoltir af sinni konu! Síðastliðnar vikur hafa verið þétt skipaðar í Laugaskóla. Keppnin „Laugadraumurinn“ náði hæstu hæðum í vikunni fyrir páskafrí, en keppnin gengur út á það að safna stigum fyrir hönd hverrar heimavistar. Það er …Lestu áfram