Birt 18. maí, 2021
Þann 15. maí síðastliðinn voru 25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Vegna samkomutakmarkana gátu bara nýstúdentar og nánustu aðstandendur þeirra verið viðstaddir athöfnina auk starfsmanna.
Við athöfnina fengu Hanna Sigrún Helgadóttir og Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir kennarar við skólann silfurmerki hans fyrir tíu ár í starfi. Nýstúdentar fengu að venju viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk við skólann.
Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2021, 8,08, náði Stefán Óli Hallgrímsson og er dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.