Í dag stóð yfir grunnskólamót á Laugum þar sem rúmlega 200 nemendur frá Eyjafirði til Vopnafjarðar voru mættir til keppni.
Mótið fór einstaklega vel fram og stóðu bæði nemendur og kennarar vaktina. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Seinni hálfleikur hafinn
Nemendur og starfsfólk kom endurnært úr vetrarfríi en hefðbundið skólastarf hófst þriðjudaginn 25. október. Í vetrarfríinu var þó nóg að gera, en útskriftarefnin fóru í útskriftarferð til Spánar og kennarar í námsferð til Finnlands. Í gær var háskóladagurinn haldinn í Háskólanum á Akureyri og fóru tilvonandi háskólanemendur í kynningaferð þangað. Við hlökkum til að klára seinni hálfleikinn af þessari önn og byrjum hana með hrollvekjandi hrekkjavökustemningu! Fylgist með okkur á …Lestu áfram