Kynning á íslenskunámi við HÍ

Á dögunum kom Ásta Kristín Benediktsdóttir í heimsókn til okkar til að kynna fyrir nemendum íslenskunám við Háskóla Íslands. Nemendur sem farnir eru að nálgast útskrift sóttu kynninguna. Gott framtak hjá HÍ og nauðsynlegt að nemendur fái kynningar á því sem er í boði eftir að skólagöngu líkur á framhaldsskólastiginu.

Tónkvíslin haldin með miklum glæsibrag

Mikið var um dýrðir á laugardagskvöldið þegar Tónkvíslin fór fram. Alls voru 21 atriði sem tóku þátt en keppt var bæði í grunnskólakeppni og framhaldsskólakeppni. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og því mikið lagt í að hafa keppnina sem glæsilegasta. Nemendur skólans fengust við ýmis verkefni á meðan keppnin fór fram, voru á myndavélum, sáu um sviðsstjórn, kynningar og fleira sem gera þurfti til að allt …Lestu áfram

Einn dagur í Tónkvísl – Undirbúningur

Tónkvíslin er tónlistarhátíð Framhaldsskólans á Laugum og hefur verið haldin í tengslum við undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna. Tónkvíslin er haldin í 12. sinn og var ákveðið að halda hana í ár þrátt fyrir að Söngkeppni framhaldsskólanna verði ekki haldin þetta árið og því er Tónkvíslin eina söngkeppni framhaldsskólanna sem sýnd er í sjónvarpi í ár. Sýningin verður í beinni útsendingu á N4, á morgun, laugardagskvöld kl. 19.30 og fer fram í …Lestu áfram

2 dagar í Tónkvíslina

Tæknidótið kom í morgun og hefur vinna dagsins að mestu leiti farið í að koma upp sem flestum ljósum og hátölurum eins og húsið ber. Það er fyrirtækið Exton sem hefur umsjón með þessum þætti Tónkvíslarinnar og hafa sömu tæknimennirnir á þeirra vegum komið og unnið við Tónkvísl í mörg ár og eru orðnir nokkuð heimavanir. Sjónvarpsstöðin N4 mun sýna beint frá keppninni á laugardaginn og hefst útsending kl. 19:30.