Síðastliðinn fimmtudag breyttu nemendur og starfsmenn skólans út af hefðbundinni dagskrá og skelltu í eina dansæfingu í síðasta tíma fyrir mat. Æfðir voru nokkrir af gömlu dönsunum ásamt hópdönsum og línudansi. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd tóku nemendur og starfsfólk vel á því og skemmtu sér ljómandi vel.
Category: Fréttir og tilkynningar
Náttúrfræðinemar farnir í námsferð til Hollands
Síðastliðinn fimmtudag héldu útskriftarnemar náttúrfræðibrautar til Hollands ásamt kennurunum Guðmundi Smára Gunnarssyni og Halli Birki Reynissyni. Framhaldskólinn á Laugum er í samstarfi við skóla þar og víðar í Evrópu um framgang náttúrvísinda. Hallur Birkir Reynisson lýsir ferðinni í bundnu máli.
Grunnskólamóti lauk með feluleik í gamlaskóla
Myrkra feluleikur í gamla skóla Eftir erfiðan en skemmtilegan dag komu grunnskólanemendurnir saman í gamla skóla þegar tilkynnt var hver hefði unnið í hverri keppni. Þar á eftir var farið í myrkra feluleik þar sem grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur tóku þátt. Allir skemmtu sér mjög vel og fóru kátir heim. (GHD)
Nemendur yfirtaka eldhúsið
Kristján kokkur hefur fengið aðstoð frá eiginkonu sinni, Eyþóri Darra , Eyþóri Alexander og Guðmanni við að vinna að flatbökuhlaðborði fyrir 170 gesti á grunnskólamótinu. Að sjálfsögðu standa Sigga og Sigrún vaktina með þeim.