Heimsókn á Vopnafjörð

Image

Í dag fóru fjórir starfsmenn frá Laugum í heimsókn í framhaldsdeildina á Vopnafirði. Þar var spjallað við sveitastjórn, grunnskólanema og foreldra og var virkilega gaman að hitta allt þetta fólk sem var áhugasamt um skólann okkar og deildina sem rekin er á Vopnafirði.

Ofurskálin 2018

Image

Ofurskálin 2018 fór fram sl. sunnudagskvöld. Sú hefð hefur skapast í skólanum að hittast í Þróttó og horfa á viðburðinn í beinni útsendingu. Það var vel mætt og nokkrir starfsmenn og makar mættu á svæðið og grilluðu við góðan orðstír framhaldsskólanema. Ofurskálin (Super bowl) er úrslitaleikur í Amerískum fótbolta. Leikur þessi er þekktur innan Bandaríkjanna og Kanada sem football sem þýðir fótbolti á íslensku, er hópíþrótt sem er þekkt fyrir mikla hörku þrátt fyrir að vera þaulskipulögð. Markmið leiksins er að skora sem flest stig með því að koma boltanum að marklínu andstæðingsins. Til þess að koma boltanum áfram má kasta honum, hlaupa með hann eða rétta hann öðrum liðsfélaga. Stig eru skoruð á marga vegu, m.a. með því að koma boltanum yfir marklínuna eða með því að sparka boltanum milli markstanganna.

Vísir að minjasafni

Image

Þegar borðsalur og eldhús Framhaldsskólans á Laugum voru endurbætt á síðasta ári, notaði Kristján Guðmundsson, bryti skólans tækifærið og setti upp vísir að minjasafni með munum skólans frá liðinni tíð. Þetta gæti verið upphafið að skemmtilegu safni og er fólk hvatt til leggja Kristjáni lið td. með því færa honum muni, sem það er tilbúið til að láta af hendi til safnsins. Netfang Kristjáns er si.ragual@najtsirk