Næstkomandi laugardag, þann 19. maí, útskrifar Framhaldskólinn á Laugum stúdenta í 26. skipti. Athöfnin fer fram með pompi og prakt í Íþróttahúsinu á Laugum og hefst kl 14:00.
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin heim að Laugum til að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Eftir að kaffidrykkju er lokið þennan sama dag fer stofnfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla fram í íþróttahúsinu kl 17:00. Allir velunnarar skólans eru hvattir til að mæta á þann fund.
Mynd frá brautskráningu 1993: