Fulltrúi FL í framkvæmdastjórn SÍF

Image

 Daníel Þór Samúelsson nemandi á íþróttabraut hlaut kosningu í framkvæmdastjórn SÍF á aðalþingi SÍF nú um síðastliðna helgi. Við á Laugum erum afar stolt af Daníel og ánægð með að skólinn eigi fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Við óskum Daníel og SÍF alls hins besta á komandi vetri og erum spennt fyrir samstarfinu.

Skólasetning 26. ágúst 2018

Image

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur 26. ágúst kl 18:00 í íþróttahúsi skólans.

Heimavistir opna kl 13:00 þann sama dag og geta nemendur þá flutt inn. Að skólasetningu lokinni verður viðstöddum boðið upp á kvöldverð í matsal skólans. Við vekjum athygli á skóladagatali skólans hér á síðunni. Þar eru námsmatsdagar 25. og 26. október og eru þá heimavistirnar lokaðar og ætlast til að allir fari til síns heima. Einnig vekjum við athygli á að bókalista haustannar má finna á heimasíðunni.

Brautskráning 2018

Image

Það var margt um manninn þann 19. maí síðastliðinn þegar Framhaldskólinn á Laugum útskrifaði stúdenta í 26. skipti.  Fjölskyldur og vinir útskriftarefna mættu ásamt útskriftar-afmælisárgöngum og þáðu kaffiveitingar að athöfn lokinni. Starfsmönnum voru veittar viðurkenningar og einnig fór fram þennan dag stofnfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla.

Fjöldi nýstúdenta þetta árið voru 21. Erla Ingileif Harðardóttir frá Einarsstöðum í Reykjadal brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdensprófi frá skólanum. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51. Svo skemmtilega vill til að skólameistari FL Sigurbjörn Árni Arngrímsson, átti fram til þessa dags, einkunnametið sem hann setti við fyrstu brautskráningu nýstúdenta frá skólanum fyrir 25 árum síðan. Þá dúxaði Sigurbjörn Árni með einkunnina 9,50.

Aftari röð f.v.: Erla Ingileif Harðardóttir. Friðrik Þór Jónsson, Ottó Gunnarsson, Brynjar Steinn Stefánsson, Atli Björn Atlason, Jón Aðalsteinn Hermannsson, Björn Halldór Jónsson, Helgi Maríus Sigurðsson, Gabríel Ingimarsson, Björn Þór Guðmundsson, Fanney Sól Hreiðarsdóttir, Hugrún Birta Kristjánsdóttir, Rut Benediktsdóttir, Sigurbjörg Hulda Kristinsdóttir, Bergþóra Anna Stefánsdóttir, Snjólaug Ósk Björnsdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari, Sigrún Harpa Baldursdóttir, Díana Hólm Gunnarsdóttir, Sonja Hólm Gunnarsdóttir, Fanný Ösp Hjálmarsdóttir, Lýdía Tómasdóttir

Arnór Benónýsson. Freydís Anna Arngrímsdóttir og Eva Björg Jónsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir 20 ár í starfi

Kristján „kokkur“ Guðmundsson, og Sverrir Haraldsson hlutu viðurkenningu fyrir 30 ár í starfi.