Birt 26. febrúar, 2019
Nemendur hafa unnið hörðum höndum í „Laxárverkefninu“ en það snýst um að skoða smádýralíf ofan og neðan Laxárstöðvanna í Laxá. Sýnum hefur verið safnað mánaðarlega í að verða eitt ár (ein sýnatökuferð eftir). Sýnin eru mjög umfangsmikil (mörg dýr í hverju sýni) og því fóru nokkrir nemendur með Gumma kennara (og verkefnisstjóra) heim að Hólum í Hjaltadal þar sem unnið var á rannsóknarstofu Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar (staðsett á Sauðárkróki) með tæki sem getur skipt sýnunum til helminga. Svo fór að ekki náðist að klára að skipta sýnunum og fékkst því tækið lánað í Laugar í örfáa daga áður en þess var þörf annarsstaðar. Framundan er mikil vinna við að greina og telja dýrin sem eru í sýnunum og spennandi verður að sjá hverjar niðurstöðurnar verða.Myndir
Ég um mig, þáttur á N4
Image
Birt 25. febrúar, 2019
N4 sjónvarpsstöðin heimsótti okkur á dögunum og náði skemmtilegum og áhugaverðum viðtölum við nokkra nemendur, sjá hér:
Margrét Inga og Dagbjört Nótt sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2019
Image
Birt 7. mars, 2019
Margrét Inga Sigurðardóttir frá Framhaldsskólanum á Húsavík vann sigur á Tónkvsílinni 2019. Margrét sögn lagið Piece By P Piece. Eyþór Kári Ingólfsson Framhaldsskólanum á Laugum varð í öðru sæti með lagið Natural og Hubert Henryk Wojtas Framhaldsskólanum á Laugum varð í þriðja sæti með lagið Drinking About You sem hann samdi sjálfur.
Dagbjört Nótt Jónsdóttir Öxarfjarðarskóla, vann grunnskólakeppnina. Dagbjört Nótt söng lagið Take Me To Church. Friðrika Bóel Jónsdóttir Borgarhólsskóla varð í öðru sæti með lagið Teenage Dirtbag og Klara Hrund Baldursdóttir Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið Keep On Loving You.
Vinsælasta lagið í símakosningunni varð Take Me Home, Country Roads með þeim Eyþór Darra Baldvinssyni og Pétri Ívari Kristinssyni úr Framhaldsskólanum á Laugum.
Sturla Atlas skemmti áhorfendum í sal í dómarahléi sem og áhorfendum N4. Þegar þetta er skrifað er enn hægt að horfa á Tónkvíslina 2019 í tímaflakki á Sjónvarpi Símans.
iWall
Image
Birt 15. febrúar, 2019
Í tilefni af 30 ára afmæli Framhaldsskólans á Laugum færðu Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Sparisjóður Suður-Þingeyinga skólanum að gjöf tæki sem kallast iWall.
iWall er æfingatæki þar sem blandað er saman tölvuleikjum og hreyfingu. Um er að ræða nokkurs konar hermi samanber golfhermi. Leikmaðurinn stjórnar leikjunum með hreyfingum sínum og getur hann keppt við sjálfan sig eða félaga en tveir geta verð í tækinu í einu.
Þetta er fyrsta tækið þessarar tegundar sem flutt er til Íslands, en framleiðsluland þess er Finnland og hafa þessi tæki verið seld til fjölmargra skóla í Evrópu og Norður Ameríku auk skóla í heimalandinu.