Birt 6. desember, 2018
Það var erill á bókasafni skólans í gær þegar fjöldi nemenda og starfsfólks lagði þangað leið sína til að taka þátt í árlegu bréfamaraþoni Amnesty International. Að þessu sinni voru aðgerðakort til stuðnings 9 konum sem orðið hafa fyrir mannréttindabrotum í heimalöndum sínum. Með því að skrifa undir aðgerðakort til stjórnvalda þessara landa leggur hver og einn mannréttindabaráttunni lið. Einnig voru skrifaðar fjölmargar stuðnings- og baráttukveðjur til viðkomandi kvenna. Boðið var upp á jólalega stemmningu og konfekt.