Þvottahús

Í kjallara Gamla skóla er þvottahús þar sem hún Rúna ræður ríkjum. Nemendur á heimavist fá þveginn þvott einu sinni í viku og fá hann svo samanbrotinn, hreinan og fínan til baka tveimur dögum síðar – þvílík þægindi – hótel mamma hvað!

Nemendur sem búa utan vistar geta sótt um að fá þvegið af sér í þvottahúsi skólans.

Þvottadagar 2016-2017
Tröllasteinn –  neðri hæð
– skila sunnudagskvöld (síðasta lagi fyrir kl. 9 á mánudagsmorgni)
– sækja í hádeginu á þriðjudögum

Tröllasteinn –  efri hæð
– skila mánudagskvöld (síðasta lagi fyrir kl. 9 á þriðjudagsmorgun)
– sækja í hádeginu á miðvikudögum

Fjall
– skila þriðjudagskvöld (síðasta lagi fyrir kl. 9 á miðvikudagsmorgun)
– sækja í hádeginu á fimmtudögum

Álfasteinn
– skila miðvikudagskvöld (síðasta lagi fyrir kl. 9 á fimmtudagsmorgni)
– sækja í hádeginu á föstudögum

Hægt er að sækja þvott frá kl. 12:30 – 13:15
Þvottahúsið lokar kl. 14 á föstudögum.

Ef nemendur koma með þvott utan skilatíma færist réttur þeirra aftur um viku nema um annað sé samið.

  • Mjög áríðandi er að hver nemandi merki þvott sinn vel með þvottanúmeri sem honum er úthlutað.
  • Nemendur verða að láta vita ef tilteknar flíkur lita frá sér eða eru vandmeðfarnar á annan hátt.
  • Skólinn ber enga ábyrgð á þvotti sem týnist eða verður fyrir tjóni á einhvern hátt.

Þvottastjóri er Guðrún Svavarsdóttir

Netfang hennar er runa@laugar.is