Bókasafnið er upplýsingamiðstöð og vinnuaðstaða fyrir nemendur, kennara og starfsfólk skólans og er staðsett á rishæð í Gamla skóla. Starfsemi þess styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum.
Opnunartími safnsins:
- Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:00 – 16:00
- Föstudaga kl. 9:00 – 15:00
Starfsmaður bókasafns: Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir Netfang: johannae@laugar.is
Sími á bókasafni: 464 6305
Starfsmaður bókasafnins sér um safnkostinn, s.s. innkaup, skráningu og útlán. Hann er jafnframt náms- og hóptímakennari á bókasafninu og veitir nemendum margvíslega námsaðstoð óháða faggreinum. Auk þess aðstoðar hann við heimildaleit og fleira sem tengist bókasafninu sjálfu.
Aðstaða: Á safninu er lesaðastaða fyrir u.þ.b. 25 nemendur í senn. Þar eru 2 tölvur fyrir nemendur til nota við nám. Nemendur geta nýtt sér aðstöðuna til náms í vinnustofum.
Safnkostur: Safnið er fyrst og fremst búið bókum, tímaritum og öðrum gögnum sem tengjast kennslugreinum skólans. Alls eru nú um 8300 bækur, tímarit, myndbönd, margmiðlunarefni og geisladiskar á safninu. Safnkostur er skráður í Gegni. Bækur í geymslu eru ekki skráðar í bókasafnskerfið.