Tölvumál

Hér eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um notkun tölvukerfis skólans.

Fyrst af öllu er að fá úthlutaðan aðgang að tölvukerfinu. Það er gert með því að setja sig í samband við ritara skólans í síma 4646300 eða senda póst á netfangið asta@laugar.is

Þráðlausa netið.
2 þráðlaus net birtast, annað heitir Laugar, og hitt heitir Laugar-Starfsmenn
„Laugar“ er opið og ætlað nemendum til náms.
„Laugar-Starfsmenn“ er læst og óheimilt með öllu að tengjast því, enda er það læst.

„Officepakkinn“, það er aðalega, Word, Excel, Powerpoint og Oulook, þú hefur aðgang að þessum forritum þér að kostnaðarlausu meðan þú ert við nám við skólann. Til að setja officepakkann upp á tölvuna þína er nauðsynlegt að þú farir inn á þessa slóð og veljir install og fylgir leiðbeiningum sem koma upp á skjáinn. https://portal.office.com/OLS/MySoftware.aspx

„Moodle“
Vefsíðan https://moodle.laugar.is/ er í daglegu tali kölluð „Moodle“. Þetta er kennsluvefur sem nemendur nota til að vinna verkefni frá kennurum. Sami aðgangur og fyrir tölvupóstinn er notaður inn í Moodle. Þó ert eitt sem þarf að athuga, einungis fyrri hluti netfangsins er notað sem notandanafn, en sama lykilorð. Það þýðir að ef jon12@laugar.is ætlar að skrá sig inn í Moodle, þá skrifar hann jon12 sem notandanafn, ekki jon12@laugar.is eins og þegar þú skráðir þig hér inn í tölvupóstinn.

„Onedrive“ og „Office365 skýið á postur.laugar.is“
Onedrive er skjalavistunarkerfi skólans. Skólinn vistar gögn og tölvupóst í „skýi“ erlendis í gegnum þjónustu hjá Microsoft. Sú þjónusta er kölluð Office365 og í daglegu tali nefnt „skýið“. Slóðin inn á skýið  í heild sinni er http://postur.laugar.is/ Þar kemst þú í gögnin þín í „Onedrive“, og póstinn þinn í „mail“ en þú getur einnig verið með póstinn uppsettann í Outlook á tölvunni eftir að þú setur upp Officepakkann. Það er mjög mikilvægt að setja upp officepakkann, vegna þess að annars er hætta á að þú farir að nota mjög takmarkaðar útgáfur af word og excel í skýinu sem kallast „Word online“ og „Excel online“. Það er mikilvægt að setja upp officepakkann strax í upphafi annar.

Inna.is
Innan er ótengd þessu, semsagt ekki tengd við Office 365 (postur.laugar.is) og Moodle. Þegar nýjir notendur eru stofnaðir er reynt að nota sama lykilorð fyrir Innu, en notandanafnið í Innu er alltaf kennitala notanda.

Internettenging skólans er takmörkuð auðlind. Við erum með 100Mbit/s ljósleiðaratengingu sem er ætluð til náms. Mikilvægt er að þú kynnir þér tölvureglur skólans neðst á eftirfarandi vefsíðu: Reglur

Tæki eins og Apple TV, Cromecast og hugbúnaður til streymis afþreygingarefnis (Netflix ofl.)“ veldur mjög miklu álagi á netkerfið, ekki einungis á Internettenginguna, heldur á þráðlausu sendana sem eru í kennslubyggingum og heimavistum. Við verðum að reyna eftir fremsta megni að stilla niðurhali í hóf svo netkerfi skólans sé í stakk búið til að virka til náms. Lokað er á uTorrent og bittorrent tæknin ekki leyfð þar sem slíkt veldur of miklu álagi á netbúnaðinn. Töluvert af „portum“ hefur verið opnað fyrir tölvuleiki en beiðnir um slíkt þurfa að berast mér á netfangið kristinn@laugar.is og metið hverju sinni hvort hægt sé að verða við því.

Prentarar.
Tveir prentarar eru í boði fyrir nemendur. Báðir eru staðsettir í Gamla skóla.
Prentarinn fyrir framan „Bláu deild“ prentar úr í svarthvítu og er aðalprentari nemenda.

Prentarinn uppi á bókasafni er litaprentari, og skal aðeins nota þegar nauðsynlegt er að prenta í lit. Eingöngu er heimilt að nota prentarana til náms. Vinsamlegast gerðu ritara skólan viðvart ef prentari er pappírslaus eða aðrar villumeldingar hamla prentun.

– Hvernig á að setja upp prentarana í tölvunni?
Það er mjög mismunandi eftir því hvernig tölvu þú hefur. Þessvegna hefur ekki virkað vel að búa til leiðbeiningar. Þess vegna er best að hafa samband við mig og ég aðstoða við uppsetningu prentara.

Ef þú hefur gott vald á tölvunni þinni og treystir þér til að setja upp prentarana á eigin spýtur, þá eru hér helstu upplýsingar um þá:

Svarthvíti prentarinn við Bláu deild (Xerox Phaser 3250 hefur ip töluna 10.0.1.22 og prentrekla má nálgast hér: http://www.support.xerox.com/support/phaser-3250/downloads/enus.html?operatingSystem=win10x64

Litaprentarinn á bókasafni (HP Color Laserjet CP4525) hefur iptöluna 10.0.1.43 og prentrekla má nálgast hér: http://h20565.www2.hp.com/portal/site/hpsc/public/psi/home/?cc=us&hpagetype=s-001&lang=en&sp4ts.oid=3965798&ac.admitted=1472208356209.1123376534.492883150

Ég vil hvetja nemendur til að huga að vírusvörnum og persónuleg reynsla mín er mjög góð af vírsvörninni Malwarebytes.  Slóðin er www.malwarebytes.org

Ég vil ennfremur hvetja nemendur til að uppfæra tölvurnar sýnar reglulega og fylgjast með að uppfærslur séu inni. Þetta á sérstaklega við um Apple tölvur.

Ég mun sinna starfi kerfisstjóra á næstunni frá Reykjavík en hafa viðveru uþb. 2 daga í mánuði hér á Laugum.

Ef þú þarft á hjálp hvað varðar tölvukerfið er best að senda mér póst á netfangið kristinn@laugar.is og láta símanúmer fylgja. Einnig er hægt að hringja í mig á skrifstofutíma í númerið 650-5252

Hallur áfangastjóri er staðgengill minn á staðnum, en saman eru ég og Hallur ykkur til aðstoðar við tölvurnar.

Einnig er hægt að leita til ritara skólans sem getur svarað mörgum spurningum hvað varðar tölvukerfið ef það næst ekki í mig eða Hall. Ritari skólans Ásta Gísladóttir úthlutar aðgöngum inn í tölvukerfið, td. Innu.

Að endingu, um það bil 9 af hverjum 10 vandamálum sem leitað er til mín með, eru leyst með því að endurræsa tölvuna, þannig að það er yfirleitt best að byrja á því að endurræsa tölvuna áður en þú leitar aðstoðar með hana. Einnig er áríðandi að slökkva algerlega á tölvum á nóttunni, vegna þess að ef þær fara í dvala/svefn og ekki valið „shut down“, þá verða þær mjög hægar með tímanum.

Kristinn Ingi Pétursson, kerfisstjóri
netfang: kristinn@laugar.is

Norðurljós á Laugum árið 2016

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson