Vikulega viðtalið

Birt 4. apríl, 2025

Sóldís María Sigfúsdóttir og Pétur Ívar Kristinsson stunduðu bæði nám við Laugaskóla.

Sóldís á árunum 2015 – 2019 og Pétur á árunum 2018 -2019 .Það var þá á heimavistinni á Laugum í Reykjadal sem ástin bankaði upp á. Þau búa nú og starfa á Akureyri, eru trúlofuð og eiga saman þrjár dætur.


Útskriftarmynd af þeim Pétri og Sóldísi árið 2019

Útskriftarkakan árið 2019

Pétur og Sóldís á útskriftardaginn árið 2019


Tónkvíslin og vistarlífið

Bæði Sóldís og Pétur eru sammála um það að Tónkvíslin skipi stóran sess í þeirra minningarbunka sem nemendur Framhaldsskólans á Laugum. Pétur keppti til að mynda í Tónkvíslinni árið 2019 ásamt Eyþóri Darra samnemanda sínum þar sem lag þeirra Take me home eftir John Denver var valið vinsælasta atriði Tónkvíslarinnar það árið.

Tónkvíslin árið 2019

Pétur og Eyþór taka lagið Take me home sem var valið vinsælasta atriðið það árið.

Þau eru einnig sammála um að vistarlífið hafa verið ákaflega skemmtilegt og nefnir Sóldís vistarkeppnirnar sem skemmtilegan part af lífinu á Laugum. Pétur bjó utan vista en var þar meira og minna þar sem Sóldís bjó á heimavistinni. Pétur nefnir að vinnustofurnar hafi verið mjög sniðugar og hentað honum ákaflega vel og þær hafi oftast verið vel nýttar í námið. 

Hvað féll Sóldís fyrir í fari Péturs ?

Örugglega bara hvað hann var fyndinn og skemmtilegur.

Hvað féll Pétur fyrir í fari Sóldísar ?

Ég féll örugglega mest fyrir húmornum hennar Sóldísar minnar sem getur nefnilega verið kolblika svartur en líka svo ótrúlega ódýr. Þá meina ég að það er ekki einu sinni hægt að kalla þá fimmaura brandara, en hún hefur alltaf fengið mig til þess að hlæja og mun sennilega alltaf gera. Svo er hún svoldið sæt. Stundum.

Sóldís ætlaði að hætta í námi en ákvað að gefa Laugaskóla séns

Að lokum þá mæla þau svo sannarlega með dvöl og námi við Framhaldsskólann á Laugum. Sóldís var alveg ákveðin að hætta í námi eftir nám í öðrum skóla en ákvað að gefa Laugaskóla séns sem hún sér sko alls ekki eftir.

Vinirnir og minningarnar sem við eignuðumst þar munum við sannarlega eiga til frambúðar.

Útskrift árið 2019

Skólinn sem hélt Sóldísi við efnið, Framhaldsskólinn á Laugum.

Við þökkum Pétri og Sóldísi kærlega fyrir viðtalið. Á myndinni má sjá yngstu dóttur þeirra í eins árs myndatöku þar sem hún hefur ákveðið að nú sé nóg komið í bili. Hún er farin heim.

Deila