Frumsýning hjá Leikdeild Eflingar

Birt 18. febrúar, 2025

Laugardaginn 15. febrúar var frumsýning hjá leikdeild Eflingar, en þau  sýndu  söngleikinn Ólafíu. Söngleikurinn hefur verið sýndur áður, árið 2010 og í ár er 15 ára afmæli söngleiksins. Nemendur skólans taka þátt upp á sviði, bak við tjöldin, í hljómsveit, hár og förðun, og einnig í tækninni.

Nú er tilvalið að skella sér í leikhús. Hægt er að fylgjast með sýningarplani á bæði facebook og instagram, einnig eru upplýsingar um miðapantanir á þeim miðlum.

Sjáumst í leikhúsinu. 

Frétt: Arndís Björk Tryggvadóttir

Deila