Tónkvíslin

Birt 10. september, 2024

Undirbúningur fyrir Tónkvíslina sem fer fram í nóvember á þessu ári er nú þegar hafin. Af því tilefni er tilvalið að rifja upp atriði sem kom fyrir í Landanum árið 2014. Þetta höfðu þau í Landanum um málið að segja ásamt því er hægt að horfa á atriðið sem birtist í Landanum það árið.

Líklega leggja fáir framhaldsskólar jafn mikið í söngkeppnina sína eins og Framhaldsskólinn á Laugum. Ekkert er til sparað og umgjörðin minnir einna helst á Eurovision eða álíka stórviðburði.
Tónkvíslin, eins og keppnin er kölluð, er hápunktur vetrarins og nær allir nemendur skólans koma að skipulagningunni. Sú vinna er hluti af námi nemenda og metin til eininga enda hafa skólastjórendur áttað sig á að fátt er lærdómsríkara fyrir nemendur en að takast á við raunveruleg verkefni eins og þetta. Landinn fylgdist með undirbúningi Tónkvíslarinnar.

Full ástæða er til að hvetja fólk til að mæta á svæðið í nóvember og upplifa stemninguna.

Deila