Síðustu dagarnir á vorönn

Nemendur Laugaskóla eru farnir heim í sumarfrí eftir annasama önn. Síðastliðin vika var virkilega fjörleg. Uppskeruhátíð nemendafélagsins var haldin 4. maí. Á Uppskeruhátíðinni fer stjórn nemendafélagsins yfir viðburði vetursins og tilkynnir nýja stjórn 2022-2023.Við þökkum fráfallandi stjórn nemendafélagsins fyrir vel unnin störf í vetur.

Hrólfur Jón tók við embætti forseta nemendafélagsins af Jóni Vilbergi.
Ólöf Jónsdóttir tók við embætti varaforseta og ritara nemendafélagsins af Heru Marín 
Jasmín Eir tók við embætti féhirðis af Salbjörgu Ragnarsdóttur.
Valdemar Hermannson tók við embætti skemmtanastjóra.
Kristján Örn tók við embætti íþróttastjóra af Kamillu Huld.

Ný stjórn í sætum sínum. Frá vinstri: Kristján Örn, Valdemar, Jasmín, Ólöf og Hrólfur.

Dimmitering útskriftarnema var 5. maí s.l. Að venju kepptu nemendur við starfsfólk í ýmsum þrautum, og bar starfsfólk þar sigur úr býtum. 

Starfsfólk Laugaskóla þakkar nemendum fyrir liðinn vetur, hlökkum til að taka á móti nýjum og gömlum nemendum aftur í haust. 

Deila