Tónkvíslin 19. mars 2022

Tónkvíslin fer fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og hægt verður að kaupa miða á staðnum. Hún verður með aðeins smærri sniðum í ár en þrátt fyrir það verður keppnin ótrúlega flott og góð þátttaka meðal keppenda. Í ár verða 12 atriði frá Laugaskóla og 5 atriði úr grunnskólum hér í kring.
Dómarar verða Einar Óla, Arnþór Þorsteinsson og Sesselja Ólafsdóttir.

Veglegir vinningar eru í boði eins og alltaf, en fyrir fyrsta sæti er tími í upptökustúdíói og ýmis gjafabréf og gjafir frá fyrirtækjum sem styrkja keppnina. Einnig eru vinningar í boði fyrir annað og þriðja sæti, sem og fyrir grunnskólakeppnina. 

Við hvetjum alla til að fylgja Tónkvíslinni á Instagram og TikTok!

Deila