Vistarkeppni nemenda

Image

Birt 11. febrúar, 2019

Núna eftir áramótin hefur verið í gangi vistarkeppni í skólanum þar sem keppa annars vegar íbúar á Tröllasteini og hins vegar íbúar á Fjalli/Álfasteini og utanvistar nemendur.

Búið er að keppa í 3 greinum og hefur skapast skemmtileg stemning í kringum þessa viðburði. Síðastliðinn fimmtudag áttust liðin við í blaki. Fyrir leikinn höfðu Fjall/Álfasteinn/utanvistar nemendur haft sigur í bæði fót- og handbolta með þó nokkrum yfirburðum, þá sérstaklega í handboltanum. Lið Tröllasteins mætti hins vegar gríðarlega öflugt til leiks í blakinu og hafði mikla yfirburði og hreinlega völtuðu yfir andstæðinga sína og hefndu fyrir útreiðina sem þau höfðu fengið í handboltanum.

 Lið Tröllasteins náði þannig að rétta aðeins sinn hlut í heildarkeppninni milli liðanna. Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála á næstu vikum hvort þessi sigur færir liði Tröllasteins það sjálfstraust sem þarf til að sækja fleiri sigra eða hvort þessi kalda vatnsgusa sé nóg áminning fyrir Fjall/Álftastein/utanvistar nemendur um að ekkert megi slaka á í baráttunni um vistarbikarinn.

 
Deila