Laugaskóli á Íslandsmóti

Image

Laugaskóli tekur þátt í Íslandsmótinu í blaki þennan veturinn. Liðið er skráð í 3. Deild karla þar sem spilaðar eru þrjár umferðir á þremur helgarmótum í vetur. Fyrsta mótið fór fram um síðustu helgi og var mótið haldið á Ólafsfirði. Í liðinu voru að þessu sinni:

Sigurður Jóhannsson, 3. ári
Haukur Sigurjónsson, 2. ári
Árni Fjalar Óskarsson, 1. ári
Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, 10. bekk

ásamt þeim:

Sigurbirni Árna, skólameistara
Hnikari, íþróttakennara
Guðmundi Smára, raungreinakennara

Liðið spilaði fimm leiki á tveim dögum og vannst sigur í þremur af þessum leikjum en tveir töpuðust. Liðið er því í 3. sæti í deildinni að lokinni 1. umferð, en alls eru 6 lið í deildinni.

Næsta umferð verður leikin á Álftanesi í janúar og sú síðasta í Kópavogi um miðjan mars.

Deila