Skólasetning 26. ágúst 2018

Image

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur 26. ágúst kl 18:00 í íþróttahúsi skólans.

Heimavistir opna kl 13:00 þann sama dag og geta nemendur þá flutt inn. Að skólasetningu lokinni verður viðstöddum boðið upp á kvöldverð í matsal skólans. Við vekjum athygli á skóladagatali skólans hér á síðunni. Þar eru námsmatsdagar 25. og 26. október og eru þá heimavistirnar lokaðar og ætlast til að allir fari til síns heima. Einnig vekjum við athygli á að bókalista haustannar má finna á heimasíðunni.