Skólinn skreyttur

Birt 2. desember, 2025

Jólin eru komin, eða næstum því! 

Jólastemning skapaðist í vikunni þegar skreytinganefndin byrjaði að skreyta allan skólann með jólaskrauti.  

Þetta er samt sem áður búin að vera krefjandi vika vegna þess nú er að koma að því að önnin sé búin og nemendur leggja lokahönd á verkefni. Þrátt fyrir álagið vita nemendur að það styttist í jólafrí og það léttir andrúmsloftið. 

Skreytinganefndin hefur verið í smá dvala síðan á Tónkvíslinni en hefur snúið til baka til þess að skreyta skólann með alls konar jólaskrauti t.d. bjuggu þau til jólapakka og þeir standa nú á ganginum hjá ritara, jólatré inn í matsal, músastigar út um allt og hefur margt annað hefur verið sett upp. 

Frétt: Matthías Úlfur Kristófersson 

Deila