Uppskeruhátíð Framhaldsskólans á Laugum

Birt 10. maí, 2025 Uppskeruhátið Framhaldsskólans á Laugum var haldin fimmtudaginn þann 8. maí í matsal skólans. Starfsfólk og nemendur borðuðu saman dýrindis máltíð og tilkynnt var um úrslit í stjórn nemendafélags skólans. Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju.    

Skólinn eins og ein stór fjölskylda

Birt 7. maí, 2025 Kennarastarfið heillaði Olgu Hjaltalín Ingólfsdóttur frá unga aldri. Auk þess að sinna kennslu er Olga heimavistarstjóri við Framhaldsskólann á Laugum. Skólavarðan spurði hana spjörunum úr um fjölbreytt og spennandi starf og líf á Laugum. Smelltu á linkinn til þess að lesa þetta skemmtilega viðtal. Skólinn eins og ein stór fjölskylda | Kennarasamband Íslands

Nemendur í Miðlunartækni búa til myndband

Birt 1. maí, 2025 Nemendur í áfanganum Miðlunartækni bjuggu til myndband fyrir Framhaldsskólann á Laugum sem er komið í birtingu á facebook síðu skólans. Skipt var í hópa eftir áhugasviði sem var meðal annars, handritsgerð, leikarar, stílisering. upptaka og klipping. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta stórglæsilega myndband sem við sjáum hér fyrir neðan. Skilboðin þeirra eru skýr. Komdu í Laugar