Gauragangur

 
Núna eru nemendur ásamt nokkrum starfsmönnum og fólki í nærsamfélaginu að æfa á fullu fyrir frumsýningu á leikritinu Gauragangi sem byggt er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar og kom út fyrir jólin 1988.
Sýningin er á vegum UMF Eflingar og fá nemendur einingar fyrir þátttökuna.
Frumsýning er föstudaginn 10.febrúar kl 20:30 og hægt er panta miða í síma 6180847 eða á netfanginu moc.liamg@gnilfefmu .
Við hvetjum alla sem hafa tök á að koma og sjá þessa sýningu sem er að mörgu leyti óvenjuleg. Sviðið er í miðjum salnum og sitja áhorfendur í kring og geta keypt sér kakó/kaffi og vöfflur af kvenfélaginu á meðan. Mikið er um dans og söng í sýningunni og það verður gaman að sjá nemendur okkar ásamt starfsmönnum stíga á svið. 
 
 

Deila