Lokametrar annarinnar.

Nú á lokametrum annarinnar er mikið að gera hjá nemendum FL og allir að reyna ná sem bestum lokaeinkunnum í áföngunum sínum. Þó verkefnaskil hafi staðið jafnt og þétt yfir önnina eru að sjálfsögðu einhver verkefni sem eftir standa sem og einhver verkefni sem nemendur hafa fengið að fresta.

Nú eftir áramót munum við kveðja einhverja nemendur skólans sem eru ýmist að klára, hætta eða eru að taka seinustu önnina utanskóla.

Þökkum við öllum þeim nemendum fyrir samstarfið yfir veturinn og bjóðum gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

GI