Kynningarmyndband frumsýnt á Laugum

Þann 8. febrúar komu góðir gestir til okkar á Laugar frá Framhaldsskólanum á Húsavík , Menntaskólanum á Akureyri , Menntaskólanum á Tröllaskaga ,Verkmenntaskólanum á Akureyri ,SSNE OG Símey til þess að horfa á sameiginlegt herferðarmyndband sem unnið er í samstarfi við SSNE, samband sveitarfélaga á norðurlandi eystra. Herferð þessi eru ætluð til kynningar á svæðinu og þeim fjölbreyttu möguleikum til náms sem í boði eru. Að frábærri kynningu lokinni var …Lestu áfram

Gauragangur

  Núna eru nemendur ásamt nokkrum starfsmönnum og fólki í nærsamfélaginu að æfa á fullu fyrir frumsýningu á leikritinu Gauragangi sem byggt er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar og kom út fyrir jólin 1988. Sýningin er á vegum UMF Eflingar og fá nemendur einingar fyrir þátttökuna. Frumsýning er föstudaginn 10.febrúar kl 20:30 og hægt er panta miða í síma 6180847 eða á netfanginu moc.liamg@gnilfefmu . Við hvetjum alla sem …Lestu áfram

Þorrablót og félagsvist

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram árlegt þorrablót Framhaldsskólans á Laugum. Starfsfólk mötuneytis bar fram dýrindis þorramat af sinni alkunnu snilld, og vel var mætt. Að loknu borðhaldi var spiluð félagsvist þar sem keppt var um þrjú efstu sætin.Gott kvöld og vel heppnað í alla staði Myndirnar tóku Sólrún Einarsdóttir og Ragna Ingunnarsdóttir  

Félagsstarf 60 ára og eldri í Þingeyjarsveit komu í heimsókn

Við fengum góða heimsókn sl. þriðjudag þegar eldri borgarar í Þingeyjarsveit komu í skólann. Tilefnið var að fræðast um nýjan áfanga í Laugaskóla um Vesturferðir Íslendinga og ferð kennara til Vesturheims. Eldri borgarar byrjuðu komu sína á því að þiggja hádegismat þar sem boðið var upp á lambalæri með öllu tilheyrandi.   Ragna Heiðbjört hefur mótað og kennt þennan áfanga um Vesturferðir Íslendinga og vesturíslensku sem hefur m.a. fengið umfjöllun í …Lestu áfram