Annarlok Framhaldsskólans á Laugum
Morkinskinna blað nemendafélagsins kom út seinasta skóladaginn. Í boði með lestrinum voru kleinuhringir og ísköld kókómjólk. Við þökkum nemendum og starfsfólki skólans fyrir frábæran vetur.
Morkinskinna blað nemendafélagsins kom út seinasta skóladaginn. Í boði með lestrinum voru kleinuhringir og ísköld kókómjólk. Við þökkum nemendum og starfsfólki skólans fyrir frábæran vetur.
Á hverju ári blæs Íslandsdeild Amnesty International til herferðarinnar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóðlegt mannréttindaátak við að safna undirskriftum til stuðnings tíu einstaklinga eða hópa sem þolað hafa mannréttindabrot. Fastur liður í herferðinni er framhaldsskólakeppni í undirskriftasöfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mannréttinda. Í ár tóku 23 framhaldsskólar þátt og 6740 undirskriftir söfnuðust til stuðnings einstaklinga og hópa fyrir Þitt nafn bjargar …Lestu áfram
Opið hús Framhaldsskólans á Laugum gekk vonum framar og mæting var ákaflega góð. Íþróttahúsið var undirlagt af básum og sá Leikfélagið Efling um tónlistaratriði ásamt kór skólans. Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína á opið hús kærlega fyrir komuna
Fyrir tilstilli fyrrverandi nemanda skólans Valdemars Hermannsonar var fyrsta Smash Bros Ultimate leikjamót norðurlands haldið í einni af kennslustofu Framhaldsskólans á Laugum. Mæting var afar góð og spilarar af öllu landinu mættu til að taka þátt, sem og nokkrir sem stunda nám við Framhaldsskólann á Laugum.
Verið velkomin að fagna með okkur sumrinu á opnu húsi í íþróttahúsinu á Laugum.