Sigur í Gettu betur

Lið Laugaskóla bar í kvöld sigurorð af liði Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í forkeppni Gettu betur sem útvarpað var á Rás 2. Úrslit urðu þannig að Laugaskóli fékk 22 stig en FÍV fékk 16 stig. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum. Dregið verður í næstu umferð næstkomandi miðvikudagskvöld að lokinni fyrstu umferð keppninnar.

Tónkvíslaræfing

Grunnskólanemendur komu á Tónkvíslaræfingu um helgina. Guðjón Jónsson, tónlistarstjóri og hljómsveit sem nemendur skipa stilltu strengi sína með söngvurum. Verkefnastjóri Tónkvíslar, Hanna Sigrún,  tók myndina en hægt er að sjá fleiri myndir á fb síðu skólans – Framhaldsskólinn á Laugum

Glæsileg breyting á mötuneyti skólans

Í dag var mötuneytið í Gamla skóla tekið aftur í notkun eftir miklar endurbætur. Glæsileg aðstaða blasti við starfsfólki og nemendum þegar þau mættu í hádegismat. Í allt haust hafa staðið yfir miklar breytingar og var mötuneytið því starfrækt til bráðabirgða í kjallaranum á Tröllasteini. Kristján kokkur og hans samstarfskonur fluttu sig yfir í Gamla skóla í morgun og buðu m.a. uppá lasagna á þessum tímamótum.  

Hástökkvarar ársins

12. maí 2016 kynnti SFR niðurstöður úr könnun sinni um stofnun ársins 11. árið í röð. Að þessu sinni var Framhaldskólinn á Laugum „hástökkvari ársins 2016“ og fór upp um 65 sæti. Valið er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá 142 stofnunum.  Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og jafnrétti. Á Laugum gáfu …Lestu áfram