Brautskráning 2018

Image

Næstkomandi laugardag, þann 19. maí, útskrifar Framhaldskólinn á Laugum stúdenta í 26. skipti. Athöfnin fer fram með pompi og prakt í Íþróttahúsinu á Laugum og hefst kl 14:00.

Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin heim að Laugum til að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Eftir að kaffidrykkju er lokið þennan sama dag fer stofnfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla fram í íþróttahúsinu kl 17:00. Allir velunnarar skólans eru hvattir til að mæta á þann fund.

Mynd frá brautskráningu 1993:

F.v.: Garðar Geirfinnsson, Sverrir Guðmundsson, Þórir S. Þórisson, Elín Dögg Methúsalemsdóttir, Þröstur Jón Sigurðsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Arnar Egilsson, Hannes Bjarnason, Hannes Hilmarsson skólameistari.

Styrkveitingar til Young Women in Public Affairs viðurkenningar

Image

Hugrún Birta tekur við verðlaunum hjá YMPA nefndinni á Akureyri.

Í nóvember 2017 barst skólameistara við Framhaldsskólann á Laugum beiðni um að tilnefna stúlku til Young Women in Public Affairs viðurkenningar. Samþykkt var að tilnefna Hugrúnu Birtu Kristjánsdóttur fyrir hennar framlag sem sjálfboðaliða við margs konar starfsemi, s.s. í stjórn nemendafélags í grunn-og framhaldsskóla, að sinna barna-og félagsstarfi á vegum kirkjunnar, við leiklist, tónlistarviðburði og fleira.

Í janúar 2018 var valið úr hópi fjölda stúlkna sem tilnefndar höfðu frá skólum og hlaut Hugrún Birta Hvatningarverðlaun Zonta 2018, til Young Women in Public Affairs styrkveitingar. Verðlaunin voru 25.000 krónur sem Hugrún tók við í apríl síðastliðnum. Umsókn hennar hefur einnig verið send erlendis í alþjóðlega samkeppni um stærri styrkveitingar (zonta.org). Við óskum Hugrúnu til hamingju með styrkveitinguna.

Vorkvöld við tjörnina

Image

Að loknum kvöldverði söfnuðust nemendur saman niður við tjörnina í kvöldsólinni og fögðuðu formlegum stjórnaskiptum nemendafélagsins. Það var kátína, vinátta og gleði sem einkenndu hópinn eins og endranær, vor í lofti og brátt útskrifast margir í þessum góða hópi. 

 

Stjórn NFL 2018-2019

 

Stjórn NFL 2017-2018

 

Myndband frá sumardeginum fyrsta

Image

Nemandi við skólann að nafni Brynjar Steinn Stefánsson, fangaði daginn í dag á nýju Sony myndavélina sína. Það er óhætt að segja að Brynjar hafi náð góðum tökum á öllu sem tengist myndbandavinnslu. Hér má sjá myndband sem Brynjar skellti saman um leið og dagskrá lauk í Íþróttahúsinu í dag: