Category: Fréttir og tilkynningar
Laxárverkefni
Image
Ég um mig, þáttur á N4
Image
N4 sjónvarpsstöðin heimsótti okkur á dögunum og náði skemmtilegum og áhugaverðum viðtölum við nokkra nemendur, sjá hér:
Margrét Inga og Dagbjört Nótt sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2019
Image
Margrét Inga Sigurðardóttir frá Framhaldsskólanum á Húsavík vann sigur á Tónkvsílinni 2019. Margrét sögn lagið Piece By P Piece. Eyþór Kári Ingólfsson Framhaldsskólanum á Laugum varð í öðru sæti með lagið Natural og Hubert Henryk Wojtas Framhaldsskólanum á Laugum varð í þriðja sæti með lagið Drinking About You sem hann samdi sjálfur.
Dagbjört Nótt Jónsdóttir Öxarfjarðarskóla, vann grunnskólakeppnina. Dagbjört Nótt söng lagið Take Me To Church. Friðrika Bóel Jónsdóttir Borgarhólsskóla varð í öðru sæti með lagið Teenage Dirtbag og Klara Hrund Baldursdóttir Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið Keep On Loving You.
Vinsælasta lagið í símakosningunni varð Take Me Home, Country Roads með þeim Eyþór Darra Baldvinssyni og Pétri Ívari Kristinssyni úr Framhaldsskólanum á Laugum.
Sturla Atlas skemmti áhorfendum í sal í dómarahléi sem og áhorfendum N4. Þegar þetta er skrifað er enn hægt að horfa á Tónkvíslina 2019 í tímaflakki á Sjónvarpi Símans.