Laxárverkefni

Image

Nemendur hafa unnið hörðum höndum í „Laxárverkefninu“ en það snýst um að skoða smádýralíf ofan og neðan Laxárstöðvanna í Laxá. Sýnum hefur verið safnað mánaðarlega í að verða eitt ár (ein sýnatökuferð eftir). Sýnin eru mjög umfangsmikil (mörg dýr í hverju sýni) og því fóru nokkrir nemendur með Gumma kennara (og verkefnisstjóra) heim að Hólum í Hjaltadal þar sem unnið var á rannsóknarstofu Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar (staðsett á Sauðárkróki) með tæki sem getur skipt sýnunum til helminga. Svo fór að ekki náðist að klára að skipta sýnunum og fékkst því tækið lánað í Laugar í örfáa daga áður en þess var þörf annarsstaðar. Framundan er mikil vinna við að greina og telja dýrin sem eru í sýnunum og spennandi verður að sjá hverjar niðurstöðurnar verða.

Margrét Inga og Dagbjört Nótt sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2019

Image

Margrét Inga Sigurðardóttir frá Framhaldsskólanum á Húsavík vann sigur á Tónkvsílinni 2019. Margrét sögn lagið Piece By P Piece. Eyþór Kári Ingólfsson Framhaldsskólanum á Laugum varð í öðru sæti með lagið Natural og Hubert Henryk Wojtas Framhaldsskólanum á Laugum varð í þriðja sæti með lagið Drinking About You sem hann samdi sjálfur.

Dagbjört Nótt Jónsdóttir Öxarfjarðarskóla, vann grunnskólakeppnina. Dagbjört Nótt söng lagið Take Me To Church. Friðrika Bóel Jónsdóttir Borgarhólsskóla varð í öðru sæti með lagið Teenage Dirtbag og Klara Hrund Baldursdóttir Borgarhólsskóla varð þriðja með lagið Keep On Loving You.

Vinsælasta lagið í símakosningunni varð Take Me Home, Country Roads með þeim Eyþór Darra Baldvinssyni og Pétri Ívari Kristinssyni úr Framhaldsskólanum á Laugum.

Sturla Atlas skemmti áhorfendum í sal í dómarahléi sem og áhorfendum N4. Þegar þetta er skrifað er enn hægt að horfa á Tónkvíslina 2019 í tímaflakki á Sjónvarpi Símans.