Breyttur opnunartími á skrifstofu

Nú er önnur vika utan skóla hálfnuð og allt gengur samkvæmt áætlun. Örlitlar breytingar eru á opnunartíma skrifstofunnar og viðveran minni en á hefðbundnum skóladögum, vegna þess er ekki alltaf víst að svarað verði í síma 464-6300 en  við bendum á að það er hægt að hringja beint í símanúmer Bjössa skólameistara, 693-1774.  Einnig er alltaf hægt að senda tölvupóst á si.ragual@attog, nemendur geta að venju alltaf sent skilaboð á …Lestu áfram

Áfram gakk!

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Við viljum minna á að þrátt fyrir að nemendur séu heima hjá sér þá heldur skólastarfið áfram. Skólafulltrúi er venju samkvæmt í vinnu frá 8:30-12:30 og svarar í síma og tölvupóst. (464-6300 & si.ragual@attog) Þeir sem þurfa að ná í Maríu námsráðgjafa geta hringt í síma 464-6300, alla virka daga frá 8:30-12:30 og óskað eftir símatíma, sent tölvupóst á si.ragual@airam eða sent skilaboð í gegnum …Lestu áfram

Áríðandi tilkynning vegna COVID-19

Á blaðamannafundi sem haldinn var klukkan 11 í morgun tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að nú væri komið að því að setja á samkomubann og framhaldsskólum landsins verður lokað í 4 vikur vegna COVID-19. Það þýðir að skólastarf verður takmarkað hjá okkur frá og með mánudeginum 16. mars og næstu fjórar vikur. Bjössi skólastjóri kallaði nemendur og starfsfólk á fund kl 12 og fór yfir stöðuna hjá okkur. …Lestu áfram