Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum

 Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á uppstigningardag og voru 26 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Nikola María Halldórsdóttir með 9,16 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Ólöf Jónsdóttir með 9,02 í einkunn. Arnór Benónýsson kennari og Ingólfur Víðir Ingólfsson húsbóndi létu af störfum við skólann eftir yfir tveggja áratuga Lesa áfram →

Græn skref

Framhaldsskólinn á Laugum hefur lokið öðru skrefi í Grænum skrefum og hélt í því tilefni smá kaffiboð fyrir starfsmenn. Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Vinna er Lesa áfram →

Góðir gestir

Þann 23.mars fengum við góða gesti í Framhaldsskólann á Laugum þegar leikhópinn Stertabenda kom í heimsókn til okkar og setti upp sýninguna Góðan daginn, faggi. Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum og fjallar á gamansaman en einlægan hátt um aðkallandi málefni tengd hinseginleika; skömm, öráreiti og drauminn um að tilheyra. Höfundar Lesa áfram →

Mín framtíð 2023 Dagana 16.– 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Eygló Sófusdóttir og Olga Hjaltalín verða á staðnum ásamt nokkrum nemendum Framhaldsskólans á Laugum til að kynna starfsemi skólans. Hér má sjá dagskrá og opnunartíma ásamt Lesa áfram →

Sigurvegarar Tónkvíslar 2023

Það var líf og fjör á laugardagskvöldið þegar Tónkvíslin fór fram fyrir húsfylli í íþróttahúsinu á Laugum. Nemendur sáu til þess að keppnin væri hin allra glæsilegasta og allir keppendur stóðu sig vel og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu ásamt hljómsveitum kvöldsins. Við óskum sigurvegurum kvöldsins þeim Hrólfi Péturssyni og  Alexöndru Hermóðsdóttur innilega til hamingju með vel verðskuldaðan sigur.

Fyrsta sæti í Lífshlaupinu

Lífshlaupið er heilsu og hvatningarverkefni Íþrótta og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega. Framhaldsskólinn á Laugum tók þátt í framhaldsskólakeppninni sem ætluð er fyrir 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær Lesa áfram →

Kynningarmyndband frumsýnt á Laugum

Þann 8. febrúar komu góðir gestir til okkar á Laugar frá Framhaldsskólanum á Húsavík , Menntaskólanum á Akureyri , Menntaskólanum á Tröllaskaga ,Verkmenntaskólanum á Akureyri ,SSNE OG Símey til þess að horfa á sameiginlegt herferðarmyndband sem unnið er í samstarfi við SSNE, samband sveitarfélaga á norðurlandi eystra. Herferð þessi eru ætluð til kynningar á svæðinu og þeim fjölbreyttu möguleikum til Lesa áfram →

Gauragangur

  Núna eru nemendur ásamt nokkrum starfsmönnum og fólki í nærsamfélaginu að æfa á fullu fyrir frumsýningu á leikritinu Gauragangi sem byggt er á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar og kom út fyrir jólin 1988. Sýningin er á vegum UMF Eflingar og fá nemendur einingar fyrir þátttökuna. Frumsýning er föstudaginn 10.febrúar kl 20:30 og hægt er panta miða í síma Lesa áfram →

Þorrablót og félagsvist

Síðastliðið fimmtudagskvöld fór fram árlegt þorrablót Framhaldsskólans á Laugum. Starfsfólk mötuneytis bar fram dýrindis þorramat af sinni alkunnu snilld, og vel var mætt. Að loknu borðhaldi var spiluð félagsvist þar sem keppt var um þrjú efstu sætin.Gott kvöld og vel heppnað í alla staði Myndirnar tóku Sólrún Einarsdóttir og Ragna Ingunnarsdóttir  

Félagsstarf 60 ára og eldri í Þingeyjarsveit komu í heimsókn

Við fengum góða heimsókn sl. þriðjudag þegar eldri borgarar í Þingeyjarsveit komu í skólann. Tilefnið var að fræðast um nýjan áfanga í Laugaskóla um Vesturferðir Íslendinga og ferð kennara til Vesturheims. Eldri borgarar byrjuðu komu sína á því að þiggja hádegismat þar sem boðið var upp á lambalæri með öllu tilheyrandi.   Ragna Heiðbjört hefur mótað og kennt þennan áfanga um Lesa áfram →

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt skóla ár. Kæru nemendur, nú er skólinn byrjaður eftir langt og gott jólafrí. Heimavistir opna kl. 13:00 næstkomandi sunnudag, og kennsla hefst á mánudag. Síðasta önn gekk afar vel. Raunmæting allra nemenda skólans var 89,2% og meðaleinkunn allra nemenda í öllum áföngum var 7,29. Hvoru tveggja hefur aðeins einu sinni áður verið hærra. Í janúar hefst þorrinn og Lesa áfram →

Undirritun samkomulags Samnor og Bjarmahlíðar

Í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi við ungmenni á framhaldsskólaaldri (frá 16 ára). Flest ungmenni á aldrinum 16-18 ára eru í framhaldsskóla og hefur Bjarmahlíð nú gert samkomulag um þróun samstarfs við alla framhaldsskólana á Norðurlandi. Skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Lesa áfram →

Seinni hálfleikur hafinn

Nemendur og starfsfólk kom endurnært úr vetrarfríi en hefðbundið skólastarf hófst þriðjudaginn 25. október. Í vetrarfríinu var þó nóg að gera, en útskriftarefnin fóru í útskriftarferð til Spánar og kennarar í námsferð til Finnlands. Í gær var háskóladagurinn haldinn í Háskólanum á Akureyri og fóru tilvonandi háskólanemendur í kynningaferð þangað. Við hlökkum til að klára seinni hálfleikinn af þessari önn og Lesa áfram →