Myndir og ræður frá brautskráningu 2025

Framhaldsskólinn á Laugum brautskráði 22 nýstúdenta laugardaginn 17. maí. Veðrið var einstaklega gott og vel var mætt á athöfnina. Skólinn þakkar öllum komuna sem og gjafir frá eldri útskriftarárgöngum og óskar nemendum og starfsfólki góðs sumarfrís. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:30 – 12:30 alla virka daga og þess fyrir utan er hægt að senda tölvupóst á si.ragual@ragual. Hér fyrir neðan má lesa ræðu skólameistara ásamt ræðu nýstúdenta. Ræða …Lestu áfram

Skólinn eins og ein stór fjölskylda

Kennarastarfið heillaði Olgu Hjaltalín Ingólfsdóttur frá unga aldri. Auk þess að sinna kennslu er Olga heimavistarstjóri við Framhaldsskólann á Laugum. Skólavarðan spurði hana spjörunum úr um fjölbreytt og spennandi starf og líf á Laugum. Smelltu á linkinn til þess að lesa þetta skemmtilega viðtal. Skólinn eins og ein stór fjölskylda | Kennarasamband Íslands

Nemendur í Miðlunartækni búa til myndband

Nemendur í áfanganum Miðlunartækni bjuggu til myndband fyrir Framhaldsskólann á Laugum sem er komið í birtingu á facebook síðu skólans. Skipt var í hópa eftir áhugasviði sem var meðal annars, handritsgerð, leikarar, stílisering. upptaka og klipping. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta stórglæsilega myndband sem við sjáum hér fyrir neðan. Skilboðin þeirra eru skýr. Komdu í Laugar