Birt 23. apríl, 2025
Á hverju ári blæs Íslandsdeild Amnesty International til herferðarinnar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóðleg mannréttindaherferð við að safna undirskriftum til stuðnings einstaklinga eða hópa sem þolað hafa mannréttindabrot. Fastur liður í herferðinni er framhaldsskólakeppni í undirskriftasöfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mannréttinda. Framhaldsskólinn á Laugum vann verðlaunin Mannréttindaskóli ársins annað árið í röð. Við erum afar stolt af okkar nemendum.