Mannréttindaskóli ársins

Birt 23. apríl, 2025

Á hverju ári blæs Íslands­deild Amnesty Internati­onal til herferð­ar­innar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóðleg mann­rétt­inda­her­ferð við að safna undir­skriftum til stuðn­ings einstak­linga eða hópa sem þolað hafa mann­rétt­inda­brot. Fastur liður í herferð­inni er fram­halds­skóla­keppni í undir­skrifta­söfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mann­rétt­inda. Framhaldsskólinn á Laugum vann verðlaunin Mannréttindaskóli ársins annað árið í röð. Við erum afar stolt af okkar nemendum.

Áfram Framhaldsskólinn á Laugum 

Deila