Ferðalag starfsfólks til Frakklands

Birt 21. apríl, 2025

Starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fóru saman í ferðalag yfir páskana til suður Frakklands. Nánar tiltekið til Avignon til þess að skoða þar skóla ásamt því að sitja á fróðlegum fyrilestri. Við fengum einnig fræðslu heilt yfir um þolinmæði og listina að njóta.

Við bendum síðan á skóladagatalið á heimasíðu skólans þar sem hægt er að sjá hvenær skólinn hefst að nýju. Einnig minnum við á að á sumardaginn fyrsta er opið hús og mikið um að vera. Verið hjartanlega velkomin.

Deila