Leiklist og æfingar

Nú á vorönn hófst leikstarfsemi þar sem Leikdeild Eflingar hóf æfingar á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri sýningarinnar er Hörður Þór Benónýsson og tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson.  Margir nemendur skráðu sig til leiks og eru því í óða önn að samlesa þessa dagana ásamt öðrum einstaklingum í nærsamfélaginu. Æfingar fara fram öll virk kvöld í félagsheimilinu að Breiðumýri þannig að nóg er um að vera hjá nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi. Áætlað er að sýningar muni hefjast fyrir páskafrí og verður nánar greint frá því síðar.

Samlestur á Breiðumýri

Deila