Peppandi fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Laugum

Birt 28. október, 2024

 

 

 

 

 

 

Myndir Sara Rún Sævarsdóttir 

Kristján Hafþórsson sem heldur úti hlaðvarpinu Jákastið hélt peppandi fyrirlestur fyrir okkur í Framhaldsskólanum á Laugum í dag.

Á síðunni hans Peppandi  má meðal annars lesa eftirfarandi.

Jákvætt hreyfiafl valdeflingar, hugrekkis og jákvæðni

Peppandi er fyrirlestraröð um jákvæðni, hugrekki og valdeflingu. Peppandi samastendur af fyrirlestrum sem heita ,,Þú ert frábær!“ og eru fyrirlestrarnir ætlaðir öllum. Sem dæmi henta fyrirlestrarnir grunnskólum, menntaskólum, háskólum, fyrirtækjum, stofnunum, og íþróttafélögum mjög vel. Jákvæðni, hugrekki og valdefling eru lykilorðin þrjú en á sama tíma er fyrirlesturinn strangheiðarlegur því jákvæðni fyrir mér er heiðarleiki með vonina að vopni og það að sjá aðstæðurnar sem hálffullt glas en ekki hálftómt. Fyrirlesturinn hentar öllum því hann fjallar í grunninn um það sem við erum öll að kljást við frá degi til dags.

Við þökkum Kristáni kærlega fyrir komuna og fyrir frábæran peppandi fyrirlestur.

 

Deila