Græn skref

Framhaldsskólinn á Laugum hefur lokið öðru skrefi í Grænum skrefum og hélt í því tilefni smá kaffiboð fyrir starfsmenn. Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.

Vinna er hafin við skref þrjú og er stefnan að ljúka því fyrir sumarfrí. 

Deila