Tölvuleiðbeiningar

Birt 30. október, 2024

Hér eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um notkun tölvukerfis skólans.

Fyrst af öllu er að fá úthlutaðan aðgang að tölvukerfinu.
Það er gert með því að hitta ritara skólans á skrifstofu hans, hringja í ritarann í síma 4646300 eða senda póst á netfangið si.ragual@iratir

Nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum þurfa helst að eiga fartölvu.
Skólinn á fartölvur til að lána nemendum sem eiga ekki kost á að eignast fartölvu. Um er að ræða takmarkaðan fjölda af tölvum, og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

  • Windows (PC) tölvur eru heppilegastar hvað varðar samhæfni við upplýsingatækni skólans.
  • Chromebook tölvur hafa þá ókost að það er ekki hægt að setja upp á þeim officepakka, og ekki hægt að prenta út úr þeim hér.

Þráðlausa netið/Wifi.
Við höfum lagt áherslu á gott þráðlaust net á herbergjum sem og öðrum rýmum skólans. Ekki er hægt að reikna með að hægt sé að snúrutengjast við net. 

3 þráðlaus net birtast á skólasvæðinu:
„Framhaldsskólinn á Laugum“ er læst með lykilorði, dulkóðað, og ætlað nemendum til náms. Lykilorð inn á þráðlausa netið færst uppgefið hjá ritara og kerfisstjóra.
„Laugar“ er opið fyrir almenning. Það er takmarkaður hraði á þessu opna þráðlausa neti, og engin dulkóðun. 
„Laugar-Starfsmenn“ er læst og óheimilt með öllu fyrir aðra en starfsmenn að tengjast því.

„Microsoft Teams“
Hér er hægt að hala niður forritinu Microsoft Teams: https://teams.microsoft.com/downloads en fyrir síma finnur maður Microsoft Teams í Play Store og App store
Microsoft Teams er í boði fyrir tölvur og síma. Það er áríðandi að nemendur setji þetta forrit upp hjá sér bæði í tölvur og síma, hafi þeir undir höndum slíkan búnað.
Microsoft Teams heldur utan námið ásamt upplýsingastreymi stofnunarinnar. Þar eru spjallþræðir og sameiginlegar skjalageymslur svo og sameiginleg dagatöl.
Námið fer í flestum tilfellum í gegnum Microsoft Teams. 

Hér að neðan er skjáskot úr Teams, takið vel eftir þessum valmöguleikum Class Notebook, Assignments og Grades.
Í valmöguleikanum Assignments fara fram verkefnaskil.

  • Class Notebook eru allar upplýsingar, verkefnalýsingar áfangans.
  • Assignments er til að komast í verkefni áfangs og fyrir verkefnaskil
  • Grades eru einkunnabók áfangans.

„Officepakkinn“, það er aðalega, Word, Excel, Powerpoint og Oulook, þú hefur aðgang að þessum forritum þér að kostnaðarlausu meðan þú ert við nám við skólann. Til að setja officepakkann upp á tölvuna þína er nauðsynlegt að þú farir inn á þessa slóð og veljir install og fylgir leiðbeiningum sem koma upp á skjáinn. https://portal.office.com/OLS/MySoftware.aspx
Það er mikilvægt að setja upp officepakkann strax í upphafi annar.

„Onedrive“ og „Microsoft 365 skýið“ á portal.office.com
Onedrive er skjalavistunarkerfi skólans. Skólinn vistar gögn og tölvupóst í „skýi“ erlendis í gegnum þjónustu hjá Microsoft. Sú þjónusta er kölluð Microsoft 365 og í daglegu tali nefnt „skýið“. Slóðin inn á skýið í heild sinni er http://portal.office.com/ Þar kemst þú í gögnin þín. „Onedrive“, og póstinn þinn í „Mail“

„Upplýsingaskjárinn í Gamla skóla“
Í Gamla skóla er skjár sem þar sem birtar eru tilkynningar og auglýsingar, svo og matseðill mötuneytist. Hægt er að setja app í síma og spjaldtölvur til að sjá skjáinn hvaðan sem er. Appið heitir Pintomind Go, og er fáanlegt í App store og Playstore fyrir síma og spjöld. Sérstakan kóða þarf til að tengjast við skjáinn og fæst sá kóði hjá ritara og/eða kerfisstjóra skólans. 

Inna.is
Auðveldast er að hafa aðgang að Innu með rafrænum skilríkjum eða Íslykili. Til að skrá sig inn á Innu með Íslykli er farið á eftirfarandi slóð: https://innskraning.island.is/?id=r.inna.is Ef notandi á ekki Íslykil, smellir hann á „Mig vantar íslykil“ á síðunni.

Internettenging skólans er 2Gbit/s ljósleiðaratengingu sem er ætluð til náms. Mikilvægt er að þú kynnir þér tölvureglur skólans neðst á eftirfarandi vefsíðu: Reglur
Við verðum að reyna eftir fremsta megni að stilla niðurhali í hóf svo netkerfi skólans sé í stakk búið til að virka til náms.

Bittorrent tæknin (td. uTorrent) er ekki leyfð þar sem slíkt veldur of miklu álagi á netbúnaðinn. Til að tryggja skilvikrni netkerfis skólans eru eldveggir til staðar sem geta haft hamlandi áhrif á ákveðnar netþjónustur. Ekki má nota nettengingu skólans til að hlaða niður ólöglegu efni, td. höfundarvörðu efni td. í gegnum VPN frá erlendum streymisþjónustum. (sjá Reglur)

Canva.
Nemendum skólans stendur til boða frír aðgangur að Canva Premium.
Smellið hér fyrir leiðbeiningar (innskráningar krafist): 

Prentarar.

Eingöngu er heimilt að nota prentarana til náms. Vinsamlegast gerðu kerfisstjóra eða ritara viðvart ef prentari er pappírslaus eða aðrar villumeldingar hamla prentun.

Vírusvarnir.
Ég vil hvetja nemendur til að huga að vírusvörnum og persónuleg reynsla mín er mjög góð af vírsvörninni Malwarebytes. Slóðin er www.malwarebytes.org  Einnig er frí vírusvörn í boði á http://avast.com

Ég hvet nemendur til að uppfæra tölvurnar sýnar reglulega og fylgjast með að uppfærslur séu inni.
Leiðbeiningar fyrir Apple hér: https://support.apple.com/en-us/108382

Til að fá hjálp við tölvumál, er best að hafa samband við mig með eftirfarandi leiðum:

  • Senda mér skilaboð á Microsoft Teams
  • Koma á skrifstofuna mína í Gamla skóla
  • Senda mér tölvupóst á si.ragual@nnitsirk

Ritari skólans úthlutar aðgöngum inn í tölvukerfið í upphafi annar, en þegar önnin er hafin er best að leita beint til kerfisstjóra með tölvumál.

Flest tölvuvandamáleru leyst með því að endurræsa tölvuna, þannig að það er yfirleitt best að byrja á því að endurræsa tölvuna áður en þú leitar aðstoðar með hana. Einnig er áríðandi að slökkva algerlega á tölvum á nóttunni (shut down), vegna þess að ef þær fara í dvala/svefn og ef ekki valið „shut down“, þá verða þær mjög hægar með tímanum.

Athugið að þegar nemandi hættir námi við skólann eða útskrifast, er aðgangi hans eytt, ásamt öllum gögnum (td. Onedrive) og tölvupósti.
Nemendur þurfa því að taka afrit af þeim gögnum í lok annar, sem þeir vilja eiga, áður en aðgöngum er eytt.

Kristinn Ingi Pétursson, kerfisstjóri
netfang: si.ragual@nnitsirk

Norðurljós á Laugum

Norðurljós á Laugum Mynd: Kristinn Ingi Pétursson