5 dagar í Tónkvíslina

Birt 14. febrúar, 2017 Tónkvíslin, söngkeppnin okkar, fer fram næsta laugardag. Nemendur komnir á fullt í undirbúning og hér að neðan má sjá upphitunarmyndband sem Brynjar Steinn Stefánsson gerði á dögunum. Hægt er að fylgjast með undirbúningi keppninnar á facebook-síðu Tónkvíslar https://www.facebook.com/tonkvislin/   Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá myndbandið Myndband

Guðmundur farandkennari

Birt 10. febrúar, 2017 ,,Þriðjudaginn 7. febrúar fór ég austur á Egilsstaði þar sem 10 nemendur eru í fjarnámi í stjörnufræðiáfanga sem ég kenni. Áttum við saman góða stund þar sem nemendur héldu fyrirlestra fyrir mig og ég fyrir þau, ásamt því að farið var í stjörnuskoðun. Eiga nemendurnir lof skilið fyrir úthaldið því við hittumst kl. 16 og vorum að til kl. 20 (eftir hefðbundinn skóladag hjá þeim). Svo var …Lestu áfram

Þorrablót og félagsvist

Birt 9. febrúar, 2017 Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við mötuneyti skólans hélt veglegt þorrablót í gærkvöldi þar sem nemendur, kennarar og starfsfólk mættu prúðbúin í nýuppgerðan malsal að blóta þorra. Borðhald hófst kl. 18.00 þar sem formaður skemmtinefndar, Hákon Breki Harðarson bauð alla velkomna. Samkoman hófst með því að sungin voru lög áður en gengið var að trogum með niðursneiddum þorramat af bestu gerð. Að loknu borðhaldi voru …Lestu áfram