Heimsókn læknanema „Ástráðsliðar“.

Í seinustu viku litu „Ástráðsliðar“ læknanemar við í framhaldsskólum á Norðurlandi og þar á meðal hjá okkur og héldu fyrirlestur um kynfræðslu. Fyrirlesturinn var vel sóttur af nemendum. Forvarnarstarf þeirra byggir á því að fækka kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Sjá nánar um forvarnarstarf læknanema á heimasíðu þeirra: http://www.astradur.is/

Bolludagur – sprengidagur – öskudagur

Undanfarnir þrír dagar hafa verið skemmtilegir að venju með tilheyrandi siðum sem fylgja þessum dögum. Bolludagur er fyrsti dagurinn og er alltaf á mánudegi  í 7. viku fyrir páska og barst sá siður hingað til lands seint á 19. öld og tengist nafnið „bolludagur“ hinu mikla bolluáti sem á sér stað. Segja má að þar höfum við ekki verið undanskilin þar sem hádegisverður hófst með kjötbollum, kaffimáltið með ógrynni af …Lestu áfram

Afreksþjálfun fyrir nemendur

Nemendum sem stunda keppnisíþróttir stendur til boða að taka áfanga í afreksþjálfun samhliða hefðbundnu námi. Það er áfangi sem býður uppá persónulega þjálfun fyrir keppnisfólk í hvaða íþróttagrein sem er. Þar býðst nemendum að sækja 2 – 3 æfingar í viku hjá íþróttakennara en þær æfingar eru settar inní stundatölfu nemenda þar sem best hentar. Hver og einn nemandi fær æfingaáætlun til að vinna eftir, en hún er sett upp af …Lestu áfram

Skólaheimsókn

Grunnskólanemar frá Bakkafirði, Mývatnssveit, Vopnafiriði og Þingeyjarsskóla dvöldu hér 14. – 15 febrúar sl. í skólaheimsókn. Nemendur komu um kaffileytið á þriðjudeginum og dvöldu fram yfir hádegi næsta dag. Nemendur Framhaldsskólans á Laugum höfðu veg og vanda af því að gera þessa skólaheimsókn áhugaverða og skemmtilega þar sem dvöl þeirra hófst í íþróttahúsinu og eftir kvöldmat var farið í leiki og spilað. Að loknu kvöldkaffi komst á ró og nemendur …Lestu áfram